sunnudagur, október 31, 2004

Til hamingju með afmælið Harpa frænka

Helgin

Þessa helgina fór ég í Sumarbústað 2004.
Við lögðum af stað rétt eftir sex og brunuðum beint upp í Munaðarnes og beint í pottinum. Bjórinn var teigaður, nammi namm.
Þegar við vöknuðum daginn eftir fengum við okkur morgunmat og síðan beint í pottinn. Við fórum sem sagt í pottinn á hádegi og fengum okkur bjór. Nammi namm.
Stelpurnar komu svo um klukkan átta og þá fengum við okkur meiri bjór. Potturinn var samt ekki eins vinsæll og oft áður en hann var samt indæll.
Hilda þurfti að fara snemma heim til að tala í útvarpið svo að hún, Kamilla og Ólöf fóru heim snemma í morgun. Við hin sváfum lengur og fórum heim á hádegi.

Æji, ég er engan veginn góður penni núna. Þið verðið bara að afsaka.
Ég er að reyna að halda úti bloggsíðu hérna... Ég er að reyna! Það er bara alltaf svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki tíma til að skrifa eitthvað skemmtilegt á síðuna.

Annars er ég að fara til London á næsta miðvikudag. Jibbý. Við Gunnar ætlum aðeins að skreppa til útlanda. Við förum rétt aðeins til Dublin verðum rúman hálfan sólahring í borginni, nóg til að fá sér Guinnes og labba um nokkrar götur :)
Síðan er það bara LONDON BEIBÍ. Skoða skoða skoða, versla versla versla. Annars ætlum við líka að reyna að slappa aðeins af, fara í leikhús og bíó eða eitthvað skemmtó.

Jæja, reyni að skrifa eitthvað þegar ég kem heim frá London.

Túdlí dú

mánudagur, október 11, 2004

Skemmtileg helgi

Ég fór að djamma með Hildu og Bryndísi á laugardaginn. Það var fyndið :)

Á laugardaginn var ég þunn. Fór á Burger King. Starfsfólkið þar er mega lélegt og vitlaust. Við Gunnar ætluðum að fá okkur sinnhvorn borgarann og einn franskar og kók saman. Við enduðum á að fá okkur sinnhvorn borgarann, sithvort kókið og sínar hvorar franskar. Það kostaði það sama og að sleppa frönskum og kóki.
Eftir Burger King keyptum við kappa í eldhúsgluggan. Hann er með kusum á ;)
Við fórum líka að sjá litlu frænku hans Gunnars. Hún er ofsalega sæt og krúttleg.

Sunnudagurinn fór í gardínuuppsetningar og hótelpantanir :) Takk fyrir helgina Gunnar. Hún var frábær.

fimmtudagur, október 07, 2004

hot.is

Fór á nýja heimasíðu www.hot.is
Þetta er heimasíða þar sem að hægt er að setja inn allt sem maður borðar og þá kemur upp kaloríufjöldi og hlutfall kolvetna, próteina og fitu í matnum. Í dag er ég búin að borða 750 kkal. Jei, fullt af orku. Spennandi að sjá hvað ég á eftir að borða mikla orku í dag :)

miðvikudagur, október 06, 2004

Hollywood 48

Ó mæ god.
Hver heldur að það sé hægt að léttast um nokkur kíló á 2 dögum. Ok það er sennilegast hægt, en það er ekki sniðugt fyrir líkamann. Ekkert mál að losa sig við nokkur kíló af vökva en um leið og eitthvað vott fer inn um varnirnar þá festist það á líkamanum aftur!!
Stúbit fokk!!! Of heimskulegt til að vera satt!
Það er vont veður úti. Veðurguðirnir hafa ekki verið góðir við okkur Íslendinga seinustu daganna. Ég vildi að ég ætti heima í heitu landi. Ítalía hljómar óskaplega vel. Einnig væri gaman að skreppa til Asíu eða Afríku. Gott að vera í hitanum þar :)