mánudagur, desember 16, 2002

Núna er bara eitt próf eftir hjá mér!! Jibby!! Það er próf í Etnógrafíu! Það er frekar auðvelt, vona ég!!

Ég kann ekki að breyta nafninu á heimsíðunni minni :( Ég er alger gúfus

miðvikudagur, desember 11, 2002

mánudagur, desember 09, 2002

Nú er prófið í kenningum búið og þá er best að byrja að læra fyrir næsta próf! Líffræðilega mannfræði. Jibbý. Það er skemmtilegt fag sem mig langar að fá hátt í. Þetta er bara 50 % próf svo að árangur minn á fimmtudag kiptir ekki öllu máli. Ég veit hin vegar ekki hvaða einkun ég fékk í hinum hluta námskeiðissins. Sjáum til á morgun þegar ég fer upp í Odda að læra! Jibbý jibbý. Mig langar samt að vera búin í prófum núna, NÚNA, NÚNA; NÚNA. En það eru víst 10 dagar í það svo að ég verð að reyna að halda þetta út!

Jólin fara bráðum að koma og þá verður gaman. Alltaf vill mamma minnka jólatréð em við kaupum, hún vill helst bara fá lítið gervijólatré sem getur staðið upp á stól!! Ömó. Ég vil fá stórt tré sem er mikil og góð lykt af!

Ég er búin að kaupa nokkra jólapakka og búin að ákveða næstum alla hina og ég ætla að vera búin að kaupa þá alla áður en ég er búin í prófum. Ég er neflilega svo dugleg. Dugleg dugleg dugleg.

miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið svo dugleg að blogga upp á síðkastið. Hvað er það sem veldu, nú aðvitað skólinn. Skóli Póli. Í síðustu viku þurfti ég að gera fullt af ritgerðum, skilaði einni ritgerð i Líffræðilegri, einni í Etnógrafíu ásamt Kristínu og síðan var ein í keninigum í félagsvísindim um miðjan síðasta mánuð. Úff. Allt eru þetta ritgerir upp á 10 blaðsíður cirka!!
Jólaundirbúningurinn hófst um síðustu helgi, bakaði piparkökur sem auðvitað urðu smá misheppnaðar og síðan hengdum við Gunnar líka upp stjörnuseríu í herberginu hans.
Núna á að heita að maður sé að læra fyrir próf!! En þetta er ekki alveg að virka fyrir mig, ég er bara eitthvað svo þreytt í dag!
ZZZzzz

MMeeee