Elsku vinir
Síðustu vikur hef
ég eins og aðrar vikur kíkt reglulega inn á Facebook síðuna mína. Nú er
hinsvega komið að ákveðnu stoppi! Síðustu vikur hef ég lesið um:
-Nýrnahettuþreytu
(þarf að segja meir??)
-Íslendinga sem
vakna fyrir allar aldir (kl. 6) til að kaupa tískublómavasa (Þarf að segja
meir?)
-Að lífið í
Svíþjóð (og allmennt ALLSSTAÐAR annarsstaðar en á Íslandi) sé miklu MIKLU betra
en á Íslandi (fólk talar bara svo oft með rassinum)
-Verkfall
tónlistarkennara (mitt tónlistarsjúka eyra sem kann EKKERT á hljóðfæri vill að
tónlistarmenntun á Íslandi haldi áfram)
-Verkfall lækna
(heldur fólk að það sé mannsæmandi að vinna allan sólarhringinn í burtu frá
börnum og búi til að hafa það gott)
-Leiðréttingu
lána (sem flestir hafa eitthvað neikvætt um að segja)
-Hversu glataðir
þeir séu sem taka leiðréttingunni en þurfa ekki nauðsynlega á því að halda
(Halló fólk, þetta er leiðrétting)
-Brjálaða
útlendinga sem vilja halda karlrembufyrirlestra á Íslandi (þarf að segja meir?)
-Fatlað fólk sem
ekki fær stuðning við hæfi (þarf að segja meir?)
-Kaup ráðherra á
nýjum lúxuskerrum (alveg í takti við annað í samfélaginu)
-Uppsagnir meðal
eldri kvenna sem unnu við þrif (sennilegast gert til að eiga peninga fyrir lúxuskerrunum).
-Samræmd próf í
íslensku sem eru samin af fólki sem ekki kann íslensku (google.translate
kannski notað við gerð prófa??)
Svo má auðvitað
minnast á allt það fólk sem hafði það svo slæmt í kreppunni (sem og núna) en
hefur samt efni á að skreppa til útlanda oft á ári og kaupa dýra óþarfa hluti.
Já eða alla leikina sem fólk spilar óspart á Facebook eða allt það prump sem
kemur frá Smartlandi Mörtu Maríu.
Vegna þessa hef
ég ákveðið að hætta að skoða Facebook í bili. Svona lagað getur bara ekki verið
neitt agalega gott fyrir heilsuna! Eru Íslendingar virkilega orðnir svona
gegnsýrðir af neikvæðni og svartsýni?? Fyrir utan það hefur Facebook síðan mín
ákveður sjálf að velja það sem ég sé og sleppir mikilvægum hlut eins og þegar
vinkonur mans fá verðlaun frá Háskóla Íslands!!
Þeir sem vilja ná
í mig geta bara hringt í mig eða sent tölvupóst! Ps. Þeir fáu sem hafa hugsað
sér að senda okkur jólakort: Við erum flutt síðan í fyrra!
Jóna, sem hefur
ákveðið að vera aðeins meira brosandi næstu misserin!