föstudagur, maí 21, 2010

Gluggaplöntur

Í tilefni þess að ég er heimavinnandi húsmóðir ákvað ég að vera svolítið myndarleg í dag. Ég plantaði í dag nokkrum melónusteinum. Ef svo heppilega vildi til þá ætti eitthvað grænt að koma upp; svona aðeins til að lífga upp á heimilið. Planið er svo að setja niður eplasteina appeslínusteina, hvítlauk, tómatfræ og paprikufræ. Einnig er löngu kominn tími á að umpotta þeim plöntum sem nú þegar eru á heimilinu. Þegar því er lokið ætti að vera kominn flottur blær á heimilið. Haldið þið það ekki?
Hér koma svo nokkrar myndir frá fyrst gróðursetningunni.













Litlu pottarnir tveir tilbúnir


















Fræin komin í mold í græna pottinum












Fræ komin í bæði blá og græna












Búið að setja mold yfir fræin












Fræin og mamma þeirra