þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ég var að laga til í geymslunni hjá pabba um helgina. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að ég held að ég þurfi aldrei að kaupa leikföng fyrir börnin mín. Ég er búin að taka heim til mín fullt af kössum sem eru allir fullir af barnaleikföngum, bókum og fötum. Ég hef átt rosalega mikið af leikföngum þegar ég var lítil.
Ég fann fullt af póný hestum, pleymódóti og alls konar dúkkum og kvikindum sem ég hef leikið mér með í gegnum tíðina. Mig langaði allt í einu að vera barn aftur. Ég skemmti mér neflilega konunglega að leika mér með þetta dót þegar ég var lítil og núna langar mig að vera lítil aftur og þurfa ekki að hugsa um neitt annað en dótið mitt.

Engin ummæli: