miðvikudagur, apríl 30, 2003

Snjór, snjór, snjór. Hvað er eiginlega málið?
Ég hata próf, var í prófi áðan og það gekk svo sem bara vel. Hefði ekki getað fengið betra próf, en það er bara eitthvað með að fara í 100% próf á 3 klukkutímum. Komm on. Ég þoli þetta ekki. Ég held að maður myndi læra miklu meira af því að gera ritgerðir og verkefni, jafnvel heimapróf. Leiðinlegi skóli!!

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Jæja. Þá er próf á morgun. Jibbý jei. Loksins fer þetta að byrja. Ég er neflilega ekki búin að fara í neitt próf svo að ég er bara að rembast við að læra... Sumarið er komið, eða allaveganna virðist það vera komið ef maður horfir út um gluggan og er inni að læra! Samt er búið að spá kuldakasti í vikunni, ég vona að það komi ekki! Kuldi er leiðinlegur. Þegar ég verð stór þá ætla ég að eiga heima á stað þar sem er alltaf hlýtt. Það er neflilega svo gott að vera í hita... mmm... Þá þarf maður ekki að vera í dúúlpu þegar maður hleypur út í búð, eins og gerist oft á Íslandi.

laugardagur, apríl 26, 2003

Af hverju er alltaf rosalega gott veður þegar maður verður að vera inni að læra?? Ég bara spyr!

föstudagur, apríl 25, 2003

Kíkið á þetta!
Stuðtími í Baðhúsinu áðan! Tim Keightley er írskur gaur sem sá um tíman og hann er sko með stuðboltataktíkina á hreinu! Fyrst fór hann í diskó-skyrtu og setti síðan á sig risa afró-hárkollu og byrjaði síðan að hoppa um sviðið!! Það er svo gaman þegar kennararnir eru skemmtilegir, þá er neflilega svo gaman að púla, og maður reynir líka meira á sig! Voða skemmtó!
Ég keypti mér sængurver áðan, og líka nokkra myndaramma.

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Úffi Púffi, ég var í leikfimi áðan. Fór í Body Combat og 3x20. 3x20 var ekki mjög skemmtilegt, einhver afleysingakennari. Ég var líka orðin svo þreytt að ég hélt stunum að ég myndi bara detta niður af orkuleysi. Ég hef greinilega ekki náð mér í nógu mikinn forða yfir páska, verð að vinna í þessu!! Ég virðist heldur ekki hafa borðað nógu mikið af kökum í gær í áfmælinu hjá Hildu. Hilda átti neflilega afmæli í gær og hún bauð okkur heim til sín. Það voru góðar kökur í boði, MJÖG GÓÐAR KÖKUR. Takk fyrir mig.
Við Gunnar keyptum okkur DVD spilara í gær, var á tilboði 8995. Frábært. Síðan þegar við komum heim byrjuðum við að tengja spilarann við sjónvarpið og kíktum á nokkrar venjulegar myndir. Síðan fórum við að athuga með skrifaðar myndir. Fyrst super VCD, það kom mynd á skjáinn en ekkert hljóð (það var samt allt í lagi af því að spilarinn átti ekki að geta spilað super VCD). Síðam settum við venjulega VCD diska í spilarann, sumir virkuðu, en síðasti diskurinn sem við settum í festist í spilaranum og við náðum honum ekki út!! WHAT?? Við vorum að kaupa spilarann og hann er strax bilaður!! Ömó!!! Ljósapera og skápur!!! Við brunuðum því niður eftir í morgun og það fyrsta sem gaurinn gerði var að stinga spilaranum í samband og taka diskinn út! Týpískt, hann hefur örugglega haldið að við Gunnar værum orðin eitthvað fötluð í hausnum... Eníveis þá fengum við nýjan spilara sem við erum að fara að prófa í kvöld. Tjilla sig samt á skapinu í fyrsta spilaranum, ef hann vill ekki ákveðna tegund af diskum, þá gleypir hann þá og neitar að opna munninn, en þegar við förum með hann til læknis þá er hann hlýðinn eins og lamb. Hann vissi örugglega að ef hann væri með stæla þá myndi læknirinn skrúfa hann í sundur...
Hvað um það, vonandi virkar nýji spilarinn, annars fær einhver að kenna á því!

mánudagur, apríl 21, 2003

Iraq
Iraq -
Þrátt fyrir að vera þróuð og öflug þjóð þá eru Írakar alveg geðveikir. En hei, svona er ég!! Mu ha ha. Ekki abbast upp á mig nema þið eigið peninga eða eruð tilbúin í STRÍÐ.


Jákvætt:

Menningarlegir.

Trúaðir.

Alheimsvald.


Neikvætt:

Fórnarlamb alþjóðlegrar gagnrýni.

Staðsett á stað stöðugra átaka. (Hverjum er það nú að kenna??)

Heróðir.

Bandaríkjamenn ráðast á landið að ástæðulausu.



Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páska öll sömul.
Ég fékk eitt páskaegg í dag. Það er númer 1 og amma mín gaf mér það. Amma mín er best í heimi. Ég er að vísu ekki búin að borða það en það er örugglega ofsalega gott. Ég er orðin svo rosalega gömul að ég er hætt að fá páskaegg. Það er ekki gaman að vera gamall.

laugardagur, apríl 19, 2003

Vinna í dag. Ekkert mikið að gera. Það eru að koma páskar! Jibby. Vonandi fæ ég páskaegg.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Ég horfði á Hlemm í gær (þ.e. heimildarmyndina). Vá segi ég nú bara! Þatta var hrikalegt, allir rónarnir og allt þetta aumingja fólk. En þau orð sem úr muni mínum félli: "Maður hættir bara að drekka áður en maður verður alkahólisti" áttu kannski við þarna! Það ér nú enginn neiddur til að verða alkahólisti... Mér fannst Kári Stefánsson samt bestur. Hann var öryrki, en hafði það bara ofsalega gott (var á bótum frá Svíþjóð!!). Þetta var allsvakalegt og átakalegt að sjá þetta fólk sem myndin fjallaði um. Stundum hafði maður á tilfinningunnni að maður væri að horfa á Spaugstofuna eða einhvern svona grínþátt. Í alvörunni.
Hvernig er hægt að vera svona þreytt?? Ég bara spyr! Jú, ef maður er að lesa í skólabókum sem eru ekki mest skemmtilegastar í heimi!! ZZZzzz
Það var ofsalega mikið að gera í vinnunni í gær. Af hverju?? Geta Íslendingar ekki verslað áfengi í tíma? Af hverju þurfa allir að fara á fyllery þegar eru páskar eða jól? Ok ok! Skil kannski að fólk vilji nýta sér að vera í fríi þegar það fer á fyllery en flest fólk er nú líka í fríi um helgar! Æi ég veit ekki, Íslendigar þurfa alltaf að breytast í geðsjúklinga þegar að áfengi kemur!

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ég var að borða pasta, það var gott. Á eftir ætla ég svo að fara í Body Combat með Ólöfu. Það verður vonandi gaman. Sæunn á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Sæa. Ég fór að djamma á laugardaginn. Ýrr bauð mér og Huldu og Kristínu heim til sín og við drukkum áfengi. Ég var búin að fara í R'ikið og kaupa fyrir okkur og ég gat keypt fullt. Ég smakkaði Lemonello og það var gott, allagveganna ágætt, svolítið sætt.

Lemonello
Gin
Hreinn sítrónusafi
Smá Appelsíusafi

Öllu þessu hrist saman með klökum og glasið síðan fyllt með Sprite: Nammi nammi

Síðan fórum við á Hverfis og hittum Kamillu og Ólöfu. Þar var dansað (og dreukkið meira, 3 tequila... þarf að segja meir?)
Það var rigning þegar ég fór heim, en Hulda María var svo indæl að gefa mér far heim: Takk takk. Ég fékk mér samloku með kjúllaskinku, osti og pizzakriddi þegar ég kom heim. MMM.
Samlokan tryggði þó ekki að ég væri ekki þunn á sunnudaginn. Ó nei. Hausverkur dauðans og magaverkur. Oj bara. Ég dreif mig samt í sund með Ólöfu en hins vegar meikaði ég ekki að fara í bíó um kvöldið vegna almenns slappleika! Vá hvað ég hlít að hafa verið ónýt og migluð eitthvað.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Gunnar er bestur í heimi
Hæ.
Ekki mikið blogg í gangi? Það er af því að ég er svo bissý að vera að skrifa ritgerðir. Er sko í 2 núna en er nokkurvegin búin svo að ég þarf ekki mikið að óttast, nema kannski bara að þessar ritgerðir séu algert bull!! En þær eru það ekki! Vona ég!