miðvikudagur, maí 31, 2006

Sumó

Haldiði ekki bara að maður sé á leiðinni í sumarbústað um næstu helgi. Veðurspáin segir rigning, rigning og meiri rigning þannig að við ætlum bara að skella okkur í bústað í staðinn. Heitur pottur, bjór og kóserí :) Alveg æðislegt held ég nú bara :)

þriðjudagur, maí 30, 2006

Hvað á maður að gera þegar tímarnir hætta?

Nú kom upp sú staða í Body Combat í gær að tímarnir séu sennilegast að fara að hætta í sumar: Fúlt. Combat eru einu tímarnir sem ég nenni að mæta í í Sporthúsinu, mér finnst ekki gaman í svona hjólatímum og svo vil ég helst bara lyfta sjálf en ekki með aðstoð Body Pump og þar af leiðandi eru möguleikar mínir afar takamarkaðir. Hvað gera bændur þá þegar combatið dettur út??
Ég hef verið að spá í að vera bara að lyfta í sumar... Hljómar ekki mjög freistandi, það er ekki mikið sem ýtir manni áfram í að fara einn síns liðs í tækin og hamast eins og creisí person. Mér tekst neflilega mjög oft að sannfæra mig um að ég þurfi ekki að gera neitt mikið betur þegar ég er að lyfta, ég kann eiginlega ekki að ýta mér út í að gera meira og betur.
Verð að láta mér detta eitthvað í hug. Var að spá í að setja smá gulrót fyrir framan mig. Já eða kannski namipakka. Ef ég set mér eitthvað gott takmark fyrir sumarið og næ að halda mig við það þá fæ ég verðlaun :) Það er neflilega alltaf gaman að fá verðlaun.
Eða þá að maður fari kannski bara út að hjóla..

Sem sagt, hundskemmtilegt :)

mánudagur, maí 29, 2006

Sex and the City

Áður en ég fór til útlanda ákvað ég að ég skyldi nú gera góð kaup og versla mér allar seríurnar í Sex and the City, sem ég gerði. Fékk allar séríurnar í pakka fyrir litlar 1300 krónur. Snilld. Ég er búin að vera að glápa á þátt og þátt frá því að ég kom heim og ég var að byrja á 4. seríu. Ég verð bara að segja að þessir þættir eru nú bara algert æði. Það er alveg ofsalega ljúft að setjast niður og glápa á einn eða tvo þætti og hugsa um það hvernig það væri að fá sér gervi geirvörtur og eíga hundruði skópara.
Sem sagt: Æði að horfa á SATC :)

föstudagur, maí 26, 2006

Útlönd

Mig langar að fara til útlanda. NÚNA STRAX. Kenya, New York, öll suður og mið Ameríka, restin af Afríku, Kína, Filipseyjar, Korea, Japan eru meðal þeirra landa sem mig langar alveg ofsalega mikið að fara til. Er ekki einhver sem er til í að gefa mér fullt af peningum til að gefa mér og viðkomandi má svo líka mæta í vinnuna mína fyrir mig svo að ég fái nú einhver laun :)

100 armbeygjur

Þá er það komið. 100 armbeygju múrinn er brotinn. Mér er búið að takast það í tvo daga í röð að geta gert 100 armbeygjur. Til hamingju ég :) Þegar ég kom heim frá útlöndum byrjaði ég strax í gymminu og ég setti mér það markmið að geta gert 100 armbeygjur á tánum fyrir 1. júní. Og svei mér þá ég held bara að mér hafi tekist nokkuð vel upp, gat gert 5x20 armbeygjur. Að vísu tók ég pásu á milli setta og allar beygjurnar voru nú ekkert svo svakalega spes en mér er alveg sama: ÉG GAT GERT 100.

Ég er best.

föstudagur, maí 05, 2006

James Sewell Ballet

Var að koma heim eftir að hafa farið á alveg frábæra balletsýningu.

Hopp hopp, við mamma sitjum það nálægt að við heyrum í skóm dansaranna þegar þeir endisendast um sviðið.
Massaboltar; það er það sem ég kalla fólk með bakvöðva sem sjást. Þvílíkar kúnstir hjá dönsurunum.
Drama, skemmtun og svo svona klassískt og fallegt inn á milli og með.

Sem sagt: Hundskemmtileg byrjun á frábærri helgi