laugardagur, ágúst 27, 2005

Ég er næstum því búin að drekka heila dós af pepsí og mér finnst ég vera að springa. Aðeins of mikið gos fyrir mig.

Annars leigðum við Gunnar okkur spólu í gær: Diarios de motocicleta. Hún var nú bara mjög góð. Ég hélt að þetta væri einhver byltingar mynd en hún var það ekki. Gaman að sjá mynd á spænsku um eitthvað annað en þessar týpísku Hollywood myndir eru um. Flottlandslag og flott myndataka.


Þeir félagarnir voru á ferðalagi um S-Ameríku og voru alltaf að senda bréf heim til sín. Þá hugsaði ég um hversu ótrúlegt internetið og tölvur eru. Ég sendi bara e-mail heim eða skrifa á bloggsíðuna mína og allir vita allt um það hvað ég er að gera. Ég þarf ekki að senda bréf heim sem eru margar vikur á leiðinni heim. Ég sendi bara e-mail :)

Mig langar síðan að velta upp spurningunni um hvort að ferðalagið hafi breytt félögunum eða hafði samfélagið ef til vill breyst.

Hvort eru það við sem breytumst við að ferðast eða heimurinn sem breytist og við sjáum það bara þegar við ferðumst?

Nóg um pælingar í bili, best að halda áfram að vinna.

Þá er komin laugardagur

Ég er í fríi í Ríkinu þessa helgina. Jess jess jess. Ég er samt að vinna á rannsóknarstofunni núna en samt finnst mér eins og ég sé í fríi. Ég mætti hingað klukkan 9 í morgun og ég ætla að reyna að vera hérna eins lengi og ég mögulega nenni. Frábært að geta bara komið þegar mann hentar og farið þegar mann henntar. En þessi aukavinna mín er nú að verða búin. Bíst við að klára verkefnið í dag. En það er allt í lagi því að mér finnst allt í lagi að vera í fríi.
Jibbý kóla jamm og já :)

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ég er búin að vera eitthvað svakalega þreytt síðustu daganna. Kannski er það vegna þess að ég gaf blóð á fimmtudaginn (duglega ég). Kannski er ég þreytt vegna þess að ég var að djamma á föstudaginn (æðislegt tequila damm) og ég er ekki búin að ná að sofa nógu mikið síðan.
Eða kannski er það vara af því að ég er búin að vinna stanslaust í meira en eitt ár (bara búin að taka mér ca. 5 frídaga). En það fer nú kannski bara að breytast bráðum. Það er alltaf gott að taka sér frí af og til.
Annars er bara lítið um að vera. Reyni að fara í combat og að lyfta þegar ég nenni. EInhvernveginn tekst mér samt ekki að fara oftar en 2x í viku. Slakur árangur þar. Væri til í að fara svona 4x í viku. Það er neflilega svo ofsalega gaman í gymminu. Það er samt eitt sem er ekki skemmtilegt við það að fara í leikfimi núna. Það er að þurfa að taka strætó heim. Það er hundleiðinlegt, alveg HUND LEIÐINLEGT. Vonandi fæ ég bíl bráðum, eða allaveganna næsta vor ;)
Nú er spurning hvort að maður ætti ekki að skella sér upp á loft og fá sér eins og svo sem eina skyr til þess að vera ekki svangur þegar combatið byrjar. Kíli Kílison virkar neflilega betur þegar maður er ekki svangur. Já og svo væri auðvitað ofsalega sniðugt að fá sér hellings af vatni að drekka núna svo að maður geti svitnað eins og mófó.
Sjáumst í Combati... Eða bara einhverntíma seinna.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Iðunn

Fyrir nokkru síðan var ég á gangi niður Laugarveginn með honum Gunnari. Þá hittir Gunnar gamlan skólabróður úr Háskólanum. Ok ok. Nema hvað að kærastan hans er stelpa úr combatinu. Síðan kom það á daginn að hún hefur verið að lesa heimasíðuna mína.Ég veit ósköp vel að ég set hugsanir mínar á netið og ég má ósköp vel búast við því að hver sem er lesi heimasíðuna. Þess vegna finns mér eiginlega bara svolítið kósí að heyra af því þegar aðrir en vinir mínir lesa síðuna.

Daginn eftir að ég hitti Iðunni setti ég mig í stellingar og fann heimasíðuna hennar. Eftir að hafa skoðað og lesið eitthvað af því sem að ég fann þar þá komst ég að því að Iðunn hlýtur að vera rosa góð stelpa. Mér finnst allaveganna gaman að lesa heimasíðuna hennar. Sérstaklega fór ég í gott skap við að lesa 100 atriði sem hún hefur skrifað um sjálfa sig. Alveg frábær lesning.

Fyrir nokkrum dögum síðan commentaði Iðunn svo á heimasíðuna mína sem að minnti mig ennfremur á að það eru aðrir sem lesa heimasíðuna mína heldur en bara ég sjálf. Núna á ég líka þennan fína e-mail aðagang hjá gmail.

Takk fyrir fyrir mig. Það er gott að sjá að fólk er ennþá til í að gera hluti fyrir aðra þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt.
Var að fá tölvupóst frá Jagúar.
Ég væri nú alveg til í einn svona.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Ipodinn minn

Ég er að fara yfir ipodinn minn og sortera lög og svoleiðis. Þá hlusta ég líka á hin ýmsustu lög. Núna er ég til dæmis að hlusta á lagið "Only in Dreams" með Weezer. Ógeðslega gott lag sem að ég var alveg búin að gleyma að væri til. Platan Weezer er líka bara ofboðslega góð.

Síðan var ég að hlusta á Prodigy og lög af fyrstu plötunni þeirra Experience. Brjálað góð plata.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

mánudagur, ágúst 08, 2005

Nýtt e-mail

Hvernig fær maður sér eiginlega póstfang hjá gmail?
Ef að ég fer inn á síðuna hjjá þeim þá er bara sagt hvað gmail sé frábært og síðan er manni bent á að skrá sig inn. En hvernig fæ ég aðgang?

Annars tek ég líka við vísbendingum um einhverja aðra póstþjóna með miklu geymlsuplássi :)

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri á netinu er að fylgjast með bloggi frá fólki sem er að ferðast. Mér finnst þessi kostur vera alveg stórskemmtilegur. Dagbókarfærslur frá fólki sem er í útlöndum eru stórskemmtilegar. Eini gallin er að þá langar manni að fara til útlanda og lenda í ævintýrum. Og það STRAX! :)

Gaman að vera í útlöndum :)