Ég er búin að vera eitthvað svakalega þreytt síðustu daganna. Kannski er það vegna þess að ég gaf blóð á fimmtudaginn (duglega ég). Kannski er ég þreytt vegna þess að ég var að djamma á föstudaginn (æðislegt tequila damm) og ég er ekki búin að ná að sofa nógu mikið síðan.
Eða kannski er það vara af því að ég er búin að vinna stanslaust í meira en eitt ár (bara búin að taka mér ca. 5 frídaga). En það fer nú kannski bara að breytast bráðum. Það er alltaf gott að taka sér frí af og til.
Annars er bara lítið um að vera. Reyni að fara í combat og að lyfta þegar ég nenni. EInhvernveginn tekst mér samt ekki að fara oftar en 2x í viku. Slakur árangur þar. Væri til í að fara svona 4x í viku. Það er neflilega svo ofsalega gaman í gymminu. Það er samt eitt sem er ekki skemmtilegt við það að fara í leikfimi núna. Það er að þurfa að taka strætó heim. Það er hundleiðinlegt, alveg HUND LEIÐINLEGT. Vonandi fæ ég bíl bráðum, eða allaveganna næsta vor ;)
Nú er spurning hvort að maður ætti ekki að skella sér upp á loft og fá sér eins og svo sem eina skyr til þess að vera ekki svangur þegar combatið byrjar. Kíli Kílison virkar neflilega betur þegar maður er ekki svangur. Já og svo væri auðvitað ofsalega sniðugt að fá sér hellings af vatni að drekka núna svo að maður geti svitnað eins og mófó.
Sjáumst í Combati... Eða bara einhverntíma seinna.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli