Fyrir nokkru síðan var ég á gangi niður Laugarveginn með honum Gunnari. Þá hittir Gunnar gamlan skólabróður úr Háskólanum. Ok ok. Nema hvað að kærastan hans er stelpa úr combatinu. Síðan kom það á daginn að hún hefur verið að lesa heimasíðuna mína.Ég veit ósköp vel að ég set hugsanir mínar á netið og ég má ósköp vel búast við því að hver sem er lesi heimasíðuna. Þess vegna finns mér eiginlega bara svolítið kósí að heyra af því þegar aðrir en vinir mínir lesa síðuna.
Daginn eftir að ég hitti Iðunni setti ég mig í stellingar og fann heimasíðuna hennar. Eftir að hafa skoðað og lesið eitthvað af því sem að ég fann þar þá komst ég að því að Iðunn hlýtur að vera rosa góð stelpa. Mér finnst allaveganna gaman að lesa heimasíðuna hennar. Sérstaklega fór ég í gott skap við að lesa 100 atriði sem hún hefur skrifað um sjálfa sig. Alveg frábær lesning.
Fyrir nokkrum dögum síðan commentaði Iðunn svo á heimasíðuna mína sem að minnti mig ennfremur á að það eru aðrir sem lesa heimasíðuna mína heldur en bara ég sjálf. Núna á ég líka þennan fína e-mail aðagang hjá gmail.
Takk fyrir fyrir mig. Það er gott að sjá að fólk er ennþá til í að gera hluti fyrir aðra þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt.
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þakka fögur orð í minn garð :-)
Gæti samt verið að þarna sé um tvær manneskjur að ræða.. ég allavega kannast ekki við að hafa hitt þig og Gunnar á förnum vegi :-$
Skrifa ummæli