Ég lennti í einu alveg ömurlegu í dag. Ég ætlaði að vera rosalega sniðug og fara með ipodinn minn heim til mömmu og pabba svo að ég gæi bara sett tónlist sem þau eiga beint inn á spilarann. Ok ok. Ég setti geisladiskinn með forritinu í og eitthvað byrjaði að gerast. Síðan var mér sagt að setja ipodinn í samband. Ok ok. Ég gerði það sem mér var sagt að gera... Og viti menn: Þegar ég er búin að setja forritið inn þá eru ÖLL lögin af ipodinum horfin. Ég er að tala um 10 gb af tónlist, ÓGEÐSLEGA mikið af tónlist sem að ég er búin að eyða HEILMIKLUM tíma í að setja inn á tölvuna!
SVAKALEGA ömó. Ég er alveg miður mín. Allur þessi tími sem fór í þetta :(
En þar sem að ég hef heitirð mér að velta mér ekki endalaust upp úr hlutunum þá nenni ég ekki að hugsa um þetta mikið lengur og er bara byrjuð á að setja lög aftur inn á ipodinn. Ég er líka að reyna að sjá eitthvað gott í þessu af því að þá líður mér betur. Þetta verður bara tækifæri til að láta Monikuna í mér brjótast fram. Ég hef tækifæri til að flokka og skipuleggja lögin og albúmin í ipodinum svo miklu betur. Síðan hef ég líka afsökun fyrir að vera að stunda nýja hobbýið mitt á meðan ég set lög inn á tölvuna. Ég er neflilega byrjuð að prjóna.
Jamm jamm. Ég fékk uppskrift að vettlingum hjá einni í vinnunni og núna bara verð ég að prjóna. Gengur svona la la, en mér tókst allaveganna að byrja að búa til lykkjurnar og muna hvernig slétt og brugðið er. Vei fyrir mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kannski finnst ykkur þetta ekkert leiðinlegt, en mér fannst þetta hundleiðinlegt .
j
Skrifa ummæli