þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Það er þoka úti.
Það er búið að vera þoka í næstum 3 daga hérna í Reykjavíkinni. Mér líst ekkert sérstaklega vel á þokunna, það er svo óþægilegt að vita ekki hvað er handan við hornið. Svo er þokan líka búin að vera svo lengi. Hvað ef að eitthvað hefur breyst? Ætli Reykjavík hafi tekið á sig aðra mynd undir hulu þokunnar.

Svo er þokan líka að hindra því að fólk komis til og frá borginni. Amma mín er föst á Akureyri en kemur vonandi heim núna í hádeginu.


Ég fór að lyfta í gær. Var held ég bara voðalega dugleg, byrjaði á því að fara á stígvélið og síðan á hlaupingsbrettið. Hlaup hlaup. Síðan lyfti ég bara með höndunum af því að Hulda María var með mér. Þrátt fyrir að hafa sýnt kraftatakta er ég ekki með neina harða vöðva í dag. Vöðvarnir eru bara hressir og kátir og kalla á mig: Þú getur gert betur en þetta. Lyfta meira, lyfta meira! Ég held að ég skelli mér þess vegna bara í ræktina á morgun og taki smá lappaæfingar. Lappirnar mína vilja nú alveg fara að styrkjast. Hlaupi hlaupi!!

Annars er allt í óreiðu heima hjá mér núna. Eða bara hjá mér núna. Þess vegna ætla ég ekki að fara í gymmið í dag, ég ætla að fara heim að tölvast. Ég ætla að fara heim og borða beikon... slurppp. Ég ætla líka að knúsa hann Gunnar minn af því að hann er bestur.

Engin ummæli: