mánudagur, mars 01, 2004

Þéttskipuð helgi

Föstudagur: Fórum á tónleika með Eivør Pálsdóttir. Það var ofsalega skemmtilegt, hún syngur svo geggjað vel hún Eivør. Rosa stuð. Hefði nú mátt vera aðeins minna af ógeðslegu reykingarpakki. Óheyrlega mikið af reykingarpakki sem var að spúa mengun yfir allan staðinn. Mér var alveg óglatt af öllum reyknum og þurfti að fara aðeins út og fá mér ferskt loft.
Laugardagur: Lyfta í Sporthúsinu. Bíó með Magnúsi Baldvini og Jóni Lárusi í Bæjarbíó Hafnarfirði. Við fórum að sjá Jón Odd og Jón Bjarna, voða gaman að sjá svona gamla mynd í svona gömlu bíói. Efti bíó fórum við í MacDonalds og þar fengu strákarnir barnabox, nammi namm. Við Gunnar vorum á leiðinni í mataboð hjá Ólöfu svo að við fengum enga hamborgara í þetta sinnið. Við fengum hinsvegar ljúffengan fisk hjá Ólöfu, nammi namm. Takk fyrir mig, þetta var ofsalega gott. Horfðum á Mona Lisa Smile. Ágætis mynd, en arg, talandi um að vera mataður af fyrirfram ákveðnum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
Sunnudagur: Matur 2004. Fórum nokkur saman á matvælasýninguna í Fífunni, allt í boði ÁTVR, he he. Fullt af mat á boðstólum, allt ógeðslega gott. Ég elska mat. Vínhornið var ekki eins frábært, lítið verið að kynna og frekar snubbótt eitthvað, en það var kannski bara allt í lagi,ég kom nú aðalega til að smakka matinn. Við Gunnar keyptum smá dót. Þurrkað nautakjöt, bolsíur og snakk. Síðan fengum við líka fullt af allskonar prufum af alls konar dóti. Við fengum líka trilljón bæklinga, allskonar upplisingar og fróðleik. Sem sagt, ofsa lega gaman og ofsalega gott á Matur 2004. Um kvöldið fórum við síðan í matarboð til Önnu Rúnar. Hún eldaði ofsalega góðan kjúlla fyrir okkur. Og við héldum áfram að borða. Nammi namm. Daníel Kári er orðinn rosa stór, það er greinilega allt of langt síðan ég sá hann síðast.

Svona var þá helgin í hnotskurn hjá mér og honum Gunnari sæta krútti.

Engin ummæli: