föstudagur, mars 19, 2004

Plebbi

Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu frá því upp úr miðri 20. öld og sömuleiðis lýsingarorðið plebbalegur.

Upprunann er að sækja til latínu. Orðið plebs merkti 'fólk, lýður' og var notað um lægri stéttir Rómarríkis en orðið patricius sem er dregið af orðinu pater 'faðir' var haft um hástéttarfólk. Lýsingarorðið plebeius var þá notað yfir þá sem tilheyrðu almúganum.

Tekið af Vísindavefnum

Engin ummæli: