Ég er næstum því búin að drekka heila dós af pepsí og mér finnst ég vera að springa. Aðeins of mikið gos fyrir mig.
Annars leigðum við Gunnar okkur spólu í gær: Diarios de motocicleta. Hún var nú bara mjög góð. Ég hélt að þetta væri einhver byltingar mynd en hún var það ekki. Gaman að sjá mynd á spænsku um eitthvað annað en þessar týpísku Hollywood myndir eru um. Flottlandslag og flott myndataka.
Þeir félagarnir voru á ferðalagi um S-Ameríku og voru alltaf að senda bréf heim til sín. Þá hugsaði ég um hversu ótrúlegt internetið og tölvur eru. Ég sendi bara e-mail heim eða skrifa á bloggsíðuna mína og allir vita allt um það hvað ég er að gera. Ég þarf ekki að senda bréf heim sem eru margar vikur á leiðinni heim. Ég sendi bara e-mail :)
Mig langar síðan að velta upp spurningunni um hvort að ferðalagið hafi breytt félögunum eða hafði samfélagið ef til vill breyst.
Hvort eru það við sem breytumst við að ferðast eða heimurinn sem breytist og við sjáum það bara þegar við ferðumst?
Nóg um pælingar í bili, best að halda áfram að vinna.
laugardagur, ágúst 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
http://www.musicoutfitters.com/topsongs/2001.htm
Skrifa ummæli