Ég hef nú aldrei verið mikil blómakona en það getur nú verið ágætt að hafa nokkur blóm í kringum sig. Ef ég kaupi mér blóm út í blómabúð þá á ég ekkert endilega von á því að þau lifi neitt svakalega lengi. Ef þetta eru plöntur sem eiga að blómstra þá fer það yfirleitt þannig að ég kaupi blómin í fullum blóma en svo ekki söguna meir. Blómin bara neita að springa út. Frá því að ég var lítil hefur mér líka fundist gaman að setja niður hin ýmsustu fræ og ég gerði það einmitt nú í vor. Setti niður eplafræ, tómatafræ, melónufræ og svo setti ég líka niður eitt hvítlauksrif. Það hafa komið upp plöntur í öllu nema eplunum (sem mér finnst reyndar mjög skrítið). Hvítlaukurinn spíraði beint upp í loftið en þegar mér datt í hug að klippa af honum til að setja í túnfisksallatið þá fór hann í verkfall og hætti að vaxa. Tómatatrén eru orðin metershá og svakalega stæðileg. Melónutréð er klifurjurt sem vefur sig utan um stofugardínuna. Síðan gerðist það merkilega: Melónutréð byrjaði að blómstra. Ég er að tala um það byrjaði að BLÓMSTRA!!! Húrra fyrir mér, ég er alger meistari. Þegar ég var eitthvað að skoða skriðplöntuna mína áðan sá ég tvö lítil og krúttleg gul blóm. Alveg rosa skemmtilegt.
Boðskapur sögunnar: Maður er greinilega að eldast, mér er farið að þykja gaman af plöntum og ég get greinilega haldið þeim á lífi!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sko það er sem ég er búin að vera að reyna að segja ykkur plöntur eru skemmtileg :):)
Þetta er merki um að þú sért komin á barneignaaldurinn góða mín.
Til lukku með þetta! :o)
Skrifa ummæli