mánudagur, september 04, 2006

Þá er það hafið

Haustið er greinilega komið og allt brjálæðið sem því fylgir hellist yfir mann. Umferðin er orðin svo geðveik að maður þarf að leggja 15 mínútum fyrr af stað í vinnuna til að ná þangað á sama tíma og maður gerði í sumar. Póstkassinn er alltaf fullur af auglýsingabæklingum sem reyna að selja manni hin ýmsustu tilboð, sum betri en önnur.

Svo er það leikfimin. Það er verið að starta nýrri stundaskrá í líkamræktarstöðinni minni þessa vikuna og eins og alltaf er á þessum tíma árs þá fær fólk geðveikiskast í gymminu. Ég meina húsið var gjörsamlega troðfullt þegar ég mætti áðan, alveg magnað. Það var dágóður hópur kvenna sem stóð fyrir utan salinn og beið þess að tíminn á undan væri búinn svo að þær gætu ruðst inn til að ná sér í palla og setja hann á besta staðinn í slanum.


Það gerist líka á haustin að unglingarnir fara að birtast. Líkamsræktarstöðin var full af ungum krökkum sem ég leifi mér að fullyrða að eru ekki eldri en 16 ára og gætu þess vegna verið yngri. Gelgjan er alveg að fara með þessa krakka sem greinilega eru þarna vegna þess að þau eru neydd til þess af skólanum sem þau ganga í. "Oh mæ god, það leiðinlegasta við að fara í leikfimi er að teygja, ég kann það ekkert og hermi bara eftir öðrum". "Hei komum í keppni hver getur gert flestar armbeygjur" (annar pústar sig upp í að gera 15 hinn nær bara upp í 9 og hefur gert allar alveg svakalega vitlaust).

Jæja, best að setja haustpylsur í grillið og fara síðan upp á flugvöll að sækja Gunnar.

Engin ummæli: