Fyrir mörgum árum síðan tók ég þá ákvörðun að versla ekki við Hans Petersen. Ástæðan var einföld, þeir eru allt of dýrir miðað við þjónustuna sem maður fær hjá þeim. Einu sinni fór ég með meira en 30 filmur til þeirra og eini afslátturinn sem ég gat fengið var svona klippikort með einstaka stækkun og 10% afsláttur af einstaka filmum. Ömurlegt. Í þessu tilviki fór ég bara til annars ódýrari aðila sem bauð mér 30% afslátt af öllu!!!
Núna er svo komið að ég fór með myndir í framköllun í Bónus og hingað til hafa myndirnar frá þeim verið alveg glimmrandi fínar. Nema núna. Þær voru bara alls ekki fínar. Og þá kemmst ég að því að Hans Petersen eru farnir að framkalla fyrir Bónus. Arg. Þar var ástæðan komin fyrir því að myndirnar voru svona lélegar. Síðan hef ég verið að hringja út um allt að reyna að fá myndirnar mínar bættar en ekkert gengur. Enginn vill taka ábyrgð á þessu og allir láta mig hringja einhvert annað. Arg.
Sem sagt: Hans Petersen sökkar feitt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mælum með Ljósmyndavörum í Skipholtinu...höfum lent í því sama með Hans Pedersen.
Skrifa ummæli