Ég var að skrá okkur Gunnar sem styrktarforeldra barns í Indlandi. Þrátt fyrir að við séum að fara til útlanda í haust og að við séum að spara hellings þá ætla ég frekar að eyða aðeins minni pening í mig og sjá frekar fyrir barni. Ótrúlegt að svona lítil upphæð geti gert svona mikið fyrir lítið barn.
Til þess að aðstoða fólk á Íslandi fór ég og gaf blóð í gær. Vonandi mun þetta blóð geta aðstoðað einhvern til að lifa betra lífi, já eða hreinlega bara að lifa af. Ég skráði mig líka í stofnfrumuskrána sem er upplýsingabanki um alla hugsanlega stofnfrumugjafa í heiminum. Ef haft verður samband við mig gæti ég þurft að fara til Noregs í stofnfrumuheimtu. Ég vona að ég geti hugsanlega bætt líf einhvers sem þarf á því að halda.
fimmtudagur, maí 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
shit sko, er verið að reyna að næla sér í friðarverðlaun nóbels eða eitthvað? brjálað að gera hjá þér í að vera góð og svona :)
Ef að allir fengju Nóbelsverðlaun fyrir þetta þá ættu nú margir skilið að vera verðlaunahafar.
Hvað leggur þú að mörkum til samfélagsins?
Skrifa ummæli