Var að klára að borða frábæran kvöldmat. Afganskar kjötbollur sem heita kofta chalau. Uppskriftina að þeim fann ég í Matreiðslubók Nönnu. Mér finnst ofsalega gaman að elda eftir öðruvísi uppskriftum, því að ég veit að sjálfri hefði mér aldrei dottið í hug að steikja lauk og tómata á pönnu, bæta við vatni og búa úr því sósu. Í sósunni sauð ég svo kjötbollurnar sem voru fylltar með kryddi og allskonar góðgæti.
Sem sagt frábær kvöldmatur :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mmmmm.....nammi namm!!! Kv. frá Barcabúanum...
Skrifa ummæli