fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hvað á maður eiginlega að skrifa um þegar eini tíminn til að skrifa er þegar maður hefur takmarkaðan tíma til að vera að skrifa? Ég held að ég notifæri mér eina litla aðferð sem felst í því að koma ekki með langan póst með samhengi...

Það er búið að vera kreisí að gera í vinnunni síðustu daganna.

Fór í Sporthúsið áðan í tilefni þess að ég hafði aðgang að bíl. Ég var að fara í Sporthúsið í fyrsta skipti í langan tíma og ég held bara að ég sé komin á þá skoðun að Baðhúsið sé betra. Allaveganna eru Combat tímarnir hjá Sólu skemmtilegri heldur en tímarnir hjá Erlu. Erla er mjög fín og kann prógramið vel en það bara einhvern veginn vantrar þéttnina sem myndast í combat tímunum í Baðhúsinu. Það er svo mikið stuð í Baðhúsinu.

Mjög fönkí veður úti síðustu daga. Á morgnana er frystingur og ég fer út í dúnúlpu. Í eftirmiðdaginn er komin skínandi sól með tilheyrandi kulda sem þýðir bara að maður stiknar ef að maður er í dúnúlpu.

Ég þekki of mikið að fólki sem er að ferðast í útlöndum. Gaman gaman. Það er gaman að fylgjast með fólki sem er að ferðast.

Ipod er æðisleg uppfinning.

Gunnar er bestur.

Allir vinir mínir eru frábærir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvar ertu að vinna? já ertu ekki þá ánægð að vera í náðinni ;) það er ekki leiðinlegt