laugardagur, janúar 22, 2005

Helgin... So far... Sófar... He he he

Stelpustuð.
Bryndís, Hilda og Ólöf komu til mín í gær og við skellum okkur í heitu pottana í gettósundlauginni. Oh. Það er svo gott að fara í pottana. Ég bjó síðan til mjög girnó pizzu sem við hámuðum í okkur. Slurp.

Tequila, tequila, tequila. Við stelpurnar skelltum síðan í okkur smávegis tequila. Að venju var ein svalaferna á mann og að þessu sinni vorum við 40 mín að klára flöskuna. Við byrjuðum að drekka 23.10 og klukkan 12 vorum við farnar út úr dyrunum. Ég á neflilega brjálaða nágranna sem þola ekki partý svo að lögmálið Allir út klukkan tólf gildir heima hjá mér. Leynigesturinn gaf okkur svo far í bæinn og ég held að þetta hafi verið annsi skrautleg bílferð.
Ari beið okkar í bænum og gaf okkur grjónagraut með engum rúsínum í. Voða gott, nammi namm. Við ruddumst inn í hús á Vesturgötunni og keyptum dýra kokteila.

Æi. Vitið þið... Ég er þunn, með magann fullan af pizzu og kóki og ég er ekki mjög góður penni þetta kvöldið. Ekki það að mig langi ekki til að skrifa, það er bara leiðinlegt að skrifa frásögn sem er bara atriðaupptalnig. Blé. Ég er þó allaveganna búin að skrifa eitthvað smá.
Hei. Vitið þið hvað? Ég missti egg í gólfið í gær.
Gunnar er bestur
Allir vinir mínir eru bestir


Og já. Það eru komnar myndir af tequilakvöldinu á netið. Þær eru hér. Verði ykkur að því.

2 ummæli:

Ólöf überbeib sagði...

Schnilld!!! Takk fyrir mig, þú ert æði!

Ýrr sagði...

Þið eruð alltaf all-svakalegar í Tequilanu!!! Vúhú!!!