föstudagur, janúar 28, 2005

Breiðholtið

Ég bý í skrýtnu hverfi. Eða kannski bý ég bara í skrýtnum stigagangi og skrýtnir hlutir gerast oft í nágrenninu.

Til dæmis í morgun þá var hringt á bjöllunni hjá okkur klukkan 6:45. Það er geðveikt hávær bjalla hjá okkur og ég stökk upp úr rúminu þegar ég heyrði í bjöllunni. Þá var þetta blaðburðarkonan að biðja okkur um að hleypa sér inn til að geta sett blaðið í kassann. Arg. Ég ætla þokkalega að segja áskriftinni að blaðinu upp.

Það hefur gerst nokkrum sinnum að við höfum vaknað klukkan 5 á morgnana við það að það er verið að skafa gangstéttina sem er fyrir neðan svefnherbergisgluggan okkar. Hvað er að??

Síðan koma ruslamennirnir að sækja ruslið klukkan 7. Þegar ég mæti í vinnuna klukkan 10 þá fór þetta rosalega í taugarnar á mér en þar sem ég er farin að mæta klukkan 8 þá fer þetta ekki eins mikið í taugarnar á mér.

Engin ummæli: