föstudagur, nóvember 12, 2004

London ferðin

London var æði!

Ferðin byrjaði á því að við Gunnar tókum rútuna upp á flugvöll. Það var fínt, maður slappaði bara af í rútunni og hafði það kósí. Ég keypti mér ipod spilara í fríhöfninni og hann er alveg geggjaður og ég fíla hann geðveikt. Síðan keypti ég mér líka linsur sem kostuðu 6000 kall. Mér finnst það dýrt en það er víst ódýrara en að kaupa þær í Reykjavík en ég lét mig hafa það.
Við fórum aðeins of seint í loftið vegna mikillar flugumferðar í London. Við Gunnar vorum orðin pínu stressuð vegna þess að við þurftum að vera á réttum tíma til að ná tengifluginu okkar til Dublin. Við lentum hins vegar á réttum tíma á Stansted flugvelli og það var ekkert mál að ná fluginu til Dublin. Lentum síðan í Dublin á réttum tíma. Maðurinn sem seldi okkur miðann í flugrútuna var típískt írskur, með stórt kartöflunef og alvöru írskan hreim. Rútan í bæinn tók hálf tíma og við Gunnar löbbuðum beint á hótelið okkar. Nó problemó.
Klukkan var orðin tvö þegar við komum á hótelið svo að við flýttum okkur bara niður í bæ til þess að ná að gera sem mest á þeim stutta tíma sem við höfðum. VIð skunduðum niður O’Connel Street og yfir ánna Liffey. Stefnan var tekin á Trinity Collige sem er alveg í miðbænum. Þegar maður gengur inn í skólann þá kemur maður inn í garð þar sem ríkir allt annað andrúmsloft en á götunum fyrir utan. Allt er voða afslappað og það er fullt af venjulegu fólki sem er að læra í bland við túrhestana sem eru að skoða. Stefnan var sem sagt sett á gamla bókasafnið þar sem hægt var að sjá Book of Kells. B. o. K. eru fjögur myndskreytt guðspjöll sem eru 1200 ára gömul. Rosa flott. Það sem var samt eiginlega meira flottara og skemmtilegra var gamla bókasafnið sjálft. Safnið er 80 metra langur salur á 2 hæðum og nauðsinlegt er að hafa stiga til að komast upp að efstu bókunum á hvorri hæð. Ég er ekki alveg viss um hvað það eru margar bækur þarna, en þær eru talsvert margar.
Eftir að við höfðum skoðað Trinity þá fórum við niður að ánni Liffey (sem liggur í gegnum Dublin) og röltum aðeins niður í gegnum bæinn. Við ákváðum að fara frekar að skoða St. Patriks church í staðinn fyrir að fara að skoða Christ church. St. Patrics church var voðalega falleg, fullt af helgimyndum og minningum um stríð og svoleiðis.
Temple Bar er listaspíru hverfið og þar eru líka allir helstu pubbar og veitingastaðir Dublin. Við fórum einmitt inn á bar sem heitir Temple Bar og fengum okkur Guinnes. Ég held að Guinnes sé orðinn nýji uppáhaldsbjórinn hans Gunnars. Mér líkar hann samt ekkert sérstaklega vel :(
Grafton Street er stór verlsunargata og þar var voðalega mikið af fólki þrátt fyrir að klukkan væri orðin meira en 6 og það væri bara miðvikudagur. Gunnar keypti sér Írlandsbol og fékk í kaupæti voða flotta írlandssokka.
Í kvöldmat fékk ég mér irish beef casarole, sem var einhverskonar þykk kjötsúpa. Voða gott. Gunnar fékk sér ofsa góða samloku, nammi namm. Eftir matinn fórum við svo á annan bar sem var rétt hjá hótelinu okkar og þar fékk Gunnar sér annan Guinnes. Þetta var alveg típískur írskur bar og það var rosalega gaman að fara þangað. Við vorum hins vegar svaka þreytt og fórum þess vegna snemma að sofa, þurftum að vakna snemma daginn eftir til að ná flugi aftur til London.

Engin ummæli: