þriðjudagur, nóvember 16, 2004

London ferðin - Dagur 2

LONDON

Flugið til Standsted gekk vel og við tókum lest inn til London og vorum kominn inn á hótel um klukkan 12. Ekki var hótelið neitt sem hægt var að hrópa húrra fyrir. Lítill indverji tók á móti okkur og lyktin af indverskum mat fyllti vitin. Það var ógeðislykt í herberginu okkar, teppin voru mygluð og það var leki í loftinu. Skáparnir voru ógeðslegir og gluggarnir voru með einföldu gleri og varla opnanlegir. Jæja, jæja. Við Gunnar nenntum svo sem ekkert að hanga þarna og fórum beint í bæinn. Ætluðum að byrja að á því að fara á British Museum. Þegar þangað var komið var einhverskonar brunaæfing og FULLT af fólki fyrir utan safnið að bíða. Við nenntum nú ekki að vera að bíða svo að við ákváðum að fara bara daginn eftir.
London er stórborg og það er auðvelt að missa sjónar af því hvað er hvað og hvert áttirnar liggja. Þess vegna ákváðum við að byrja á því að fara í London Eye. Fórum út á Waterloo stöðinni og löbbuðum í áttina að City Hall. Þar keyptum við miða í hjólið og einnig lítið útsýniskort. Það var leitað að vopnum á okkur áður en við máttum fara inn, þeir eru orðnir svo paranoid þarna í stórborginni. Útsýnið úr hjólinu var alveg frábært, það var nánast heiðskýrt og rosalega fallegt veður. Við sáum allt sem sjá mátti í London. Rosa gaman.
Við löbbuðum meðfram ánni Thames og þar sáum við frægt fólk. Allaveganna svona semi-frægt fólk á Íslandi; leikarana úr Rómeo og Júlíu. Þeir voru að skokka, svona rétt til þess að halda sér í formi... Eftir innlitið á fræga fólkið kíktum á Þinghúsið, Big Ben og Westminister Abbey. Fyrir utan þinghúsið var fullt af vopnuðum lögreglumönnum sem voru að fylgjast með fólkinu. Hinumegin við götuna var búið að stilla upp mótmælaspjöldum þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og Blair var sakaður um að vera barnamorðingi. Einn gaur stóð þarna og var að tala áróður í míkrafón til þeirra sem vildu heyra. Mjög skondið, vonandi virkar þetta. Við rétt náðum að skoða Abbeyið, höfðum aðeins 45 mín til þess. Einhver fúll kirkjugaur var að reka á eftir okkur allan tímann og hann var hundleiðinlegur. Leiðinlegt að láta ýta á eftir sér! Við sáum margar fallegar grafir sumar voru stærri en aðrar, og sumar veglegri en aðrar. Mér finnst alltaf jafn merkilegt að hugsa til þess að fólk sé grafið undir kirkjunni og þá sérstaklega finnst mér athygkisvert að skoða rithöfundadeildina. Ekki sér maður svona heim á Íslandi.
Við löbbuðum svo að Buckingham Palace. Á leiðinni löbbuðum við framhjá írska sendiráðinu og þar voru fullt af löggubílum og vopnaðir verðir stóðu þar fyrir utan, tilbúnir að skjóta. Klikkað lið. Buckingham er Buckingham eins og alltaf. Ég vorkenni bara köllunum sem þurfa að standa þarna fyrir utan allan daginn og eins hreifingin sem þeir fá er að labba fram og til baka fyrir utan kassann sinn!! Við sáum samt ekki skipti hjá vörðum, það er svaka sýning þar sem að gaurar með stóra svarta loðhúfu sýna sýningu og svaka læti eru í gangi. Við sjáum það bara næst þegar við förum til London.
Meira labb tók við. Maður á alltaf að labba mikið þegar maður er í útlöndum. Við löbbuðum soldin spöl að næstu tube stöð og þá nenntum við ekki að labba lengur. Við fórum og keyptum okkur miða í leikhús. Við gátum keypt miða á 15 pund á söngleik sem heitir Bat boy. VIð vorum vorum voða ánægð með þessi kaup, fengum 50% afslátt af uppsettu verði. Við tókum lest viður á Piccadilly Circus svo að Gunnar gæti fengið að sjá öll auglýsingaskiltin. Eftir það röltum við niður Regent Street og skoðuðum allar fínu og flottu búðirnar en þær voru lokaðar svo að við sáum þær bara að utan. Jólaljósin voru komin á fullt, risa jólaljósamyndir út um allt. Reyndar held ég að ljósin hafi ekki verið komin alveg, það sem við sáum var aðeins byrjunin á miklu ljósaflóði.Við gerðum sem samgt alveg helling þennan dag þrátt fyrir að við höfum ekki getað farið að skoða British Museum. Rosa góður dagur.

Engin ummæli: