miðvikudagur, apríl 14, 2004

19:33 Var að koma heim úr smá líkamsárás -Body Attack- Hörku stuð, gott að fara smá út þegar maður er að flippa á lærinu, já eða ekki lærinu. Díses, ég er ekki að meika þetta núna. Er samt komið með plan hvernig ég ætla að vinna líkamadrauginn. Ég skal vinna þessa glímu, ég skal, ég get, ég verð. Urrr. Bara að rumpa þessum kafla af og þá get ég farið í að lagfæra og bætrumbeta. Jess, ætla samt ekki að segja til hamingju, því að þetta er ekki búið enn!
Verð samt að segja frá svolitlu fyndnu. Ég var sem sagt í Attack áðan og þá fór ég að pæla í líkamanum á mér. Ég var neflilega að lesa áðan að fólk færi ekki í líkamsrækt fyrir líkaman, heldur til að uppfylla ákveðnar útlitskröfur frá samfélaginu. Að passa inn í einhvern pakka. Þetta fannst mér fyndið, og ég fór að velta því fyrir mér hvort að ég væri í Attack fyrir líkamann eða fyrir útlitið. Ég komst samt eiginlega ekki að neinni niðurstöðu... hmmm... Þegar ég var búin að lesa þetta þá las ég líka um að þegar fólk fer í líkamsrækt þá setur það á sig make up ÁÐUR en það fer í gymmið. Gymmið er ekki staður fyrir ljóta fólkið til að verða fallegt. Gymmið er staður þar sem maður á að vera fallegur áður en maður kemur þangað. Þessi staðhæfing á vel við Sporthúsið þó svo að maður sjái alltaf fólk sem kemur ómálað í asnalegum fötum til þess eins að svitna eins og svín. Sumar gellurnar sem eru í Sporthúsinu eru ekki þarna til þess að púla, þær eru þarna vegna þess að það er cool.

Engin ummæli: