mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég fór á Vetrarhátíð á laugardaginn. Það var nú bara ofsalega skemmtilegt. VIð Gunnar fórum fyrst niður í bæ til að fá okkur að borða. Í tilefni Food and Fun matarhátíðarinnar ákváðum við að fá okkur Nonnabita, svaka gott. Eftir matinn sáum við svo brot af tónleikum á vegum Hins Hússins. Þar voru einhverjir litlir strákar sem voru að spila og vinir þeirra voru að hlutsa. Samt gaman. Eftir það fórum við á Cafe Kúltúr til að sjá Open Mike. Howie frá New York (samt er hann írskur að uppruna) var að spila á gítar og syngja við. Hann var ekki svo góður, eiginlega var hann bara hræðilega lélegur og við Gunnar stoppuðum bara stutt við þarna. Síðan vildi ég að við færum aðeins í bókabúðina og síðan héldum við áfram og fórum í Ráðhúsið. Þar var tískusýning og troðið af fólki. Það var eiginleg enginn möguleiki á að sjá neitt. En síðan löbbuðum við niður einhverjar tröppur og þá sáum við nú bara ágætleg. Misjafnlega falleg fötin þó... Þegar tískusýningin var búin þá ætluðum við að kíkja á hvenær listasafn Reykjavíkur er opið fyrir nema. Þá römbuðum við inn á tónleika. Komum í hléinu en það var allt í lagi, því að þá þurftum við ekki að borga inn. He He. Hljómsveitin Vocies for Peace var að spila. Æðislega gaman.
Sem sagt rosa gaman á laugardaginn hjá mér og Gunnari.

Engin ummæli: