miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Faraldur Breinbrunasóttar

"Að minnsta kosti 91 hefur látist af völdum beinbrunasóttar í Indónesíu það sem af er þessu ári. Um 4500 manns hafa verið laggðir inn á sjúkrahús smitaðir af veirunni, sem berst með moskítóflugum. Dauðsföll eru töluvert fleiri en undanfarin ár og er óttast að um sé að ræða nýtt afbrigði af veirunni."
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag. 91 létust. Fuglaflensa, iss piss. Þetti veira drepur mun fleiri. Ég er alveg viss um að það eru mörg svona dæmi út um allan heim sem enginn heyrir um. Fólki er alveg sama.
Ég vil samt hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta allaveganna smá fréttir af ástandinu.

Engin ummæli: