miðvikudagur, desember 01, 2010

Jólin

Jæja þá er DESEMBER bara mættur! Núna er tíminn kominn þegar flestir hafa það notalegt, kakó og smákökur eru alsráðandi og skemmtilegt tónlist hljómar. En hvað er ég að gera af mér þessa daganna?? Próf!! Jamm ég er í prófum núna og það er sko alls ekki uppáhaldið mitt. Mér finnst eiginlega að skólar ættu að hætta þessu prófstússi í desember. Þetta er mjög ófjölskylduvænt system sem bíður upp á búða spretthlaup korter í jól og fólk sofnar ofan í sósuna á aðfangadag!

En ég er sem betur fer aðeins búin að undirbúa jólin. Ég er til dæmis búin að kaupa allar jólagjafirnar! Jei, húrra fyrir mér. Svo er ég líka búin að kaupa jólapappír og krullubönd til að pakka herlegheitunum inn. Og svo er það piparkökubakstur í kvöld. Gerði smá deig í gærkvöldi... Tæp 2 kíló af hveiti, takk fyrir pent. Það verður það síðasta í alvöru jólaundirbúningi sem ég mun gera áður en að prófunum líkur. Það verður líka ágætt að eiga piparkökur til að narta í þegar lesið verður um litanir, blóð og hin ýmsustu krabbamein. Slurp

Jólakveðjur


ps. Bjarni þú ert nú meiri njósnarinn!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Jább ég kíki inná síðuna hjá þér í hverri viku, búinn að gera það síðan þú bloggaðir síðast!!! :D:D
lol