miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Dagurinn í dag.

Þá er hann loksins runninn upp, 15. ágúst. Hvað er eiginlega merkilegt við daginn í dag? Jú, í dag er von á grísling í heiminn. Ekki bara einhver gríslingur heldur minn gríslingur. Litla bebeið er nú samt ekkert á leiðinni í heiminn akkúrat í þessum töluðu orðum, ég er eiginlega komin á þá skoðun að ég megi bíða í fullar 2 vikur eftir að fá barnið í hendurnar. En það er svo sem allt í lagi því að ég er ekkert farin að bíða og ég er ekkert farin að vera mjög þreytt.

Núna er hafin dagskrá sem heitir Skemmtum Jónu. Á næstu dögum ætla ég ekki að gera neitt annað en að glápa á sjónvarpið, lesa bækur og hafa það notalegt. Svona eins og sumir myndu segja þá ætla ég að nýta síðasta tækifærið áður en barnið kemur í heiminn til að gera sitthvað skemmtilegt.

Ég læt vita þegar gríslingurinn er kominn í heiminn, ekki hafa áhyggjur. Lofa samt ekki að vera dugleg að skrifa inn á þessa síðu.

Túdlídú

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vííí :) þetta styttist!

Gobbi litli