laugardagur, janúar 27, 2007

Nasreddin Múlla brandarar

Ég man eftir bröndurum um Nasreddin frá því að ég var lítil. Veit ekki alveg hvaðan en ég bíst við að pabbi minn hafi sagt mér þá. Þetta voru einskonar Hafnarfjarðarbrandarar. Eitt sinn setti Nasreddin þungan sekk á herðar sér og settist svo á bak asnans síns. Síðar var hann spurður af hverju hann læti ekki sekkinn á bak asnans og þá svaraði Nasreddin: Eins og ég sé ekki nógu þung byrgði fyrir asnan!! Ég man alveg greinilega eftir því að hafa heyrt þennan brandara oft þegar ég var lítil og mér fannst hann alveg svakalega fyndinn.

Ég er að lesa Flugdrekahlauparann núna og þá er einmitt talað um Nasreddin brandara sem Afganar kunna. Amir og Farid eru að tala saman og Farid segir brandara. Talibanar ráða ríkjum og þeir segja brandara. Mér fannst ég vera eitthvað ótrúlega nálægt þeim þegar ég las þetta. Ég sá fyrir mér niðurnýddar göturnar í Kabúl, ilmandi kebab og munaðarleysingjahæli sem var yfirfullt af börnum. Aðstæður þeirra eru svo fjarlægar minni veröld en um leið fannst mér ég skynja svo vel hvað við erum öll lík. Við segjum sömu brandarana og öll viljum við það sama. Æji þið vitið.

Ég er samt voða sorgmædd eftir að hafa lesið í bókinni. Hún er ekki alveg búin en ég á ekki mikið eftir. Ótrúlegt hvað bækur geta haft mikil áhrif á mann.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Þetta er ótrúlega góð bók!
Var framundir morgun að klára hana áður en ég fór í flug þannig ég sleppti því að sofa... ekki gott plan svona eftirá :Þ