mánudagur, mars 27, 2006

Daglegt líf

Á hverjum degi í hálft ár gat ég sagt frá einhverju alveg svakalega sniðugu sem hafði gerst þann daginn. Ég sé alltaf betur með hverjum deginum sem líður hvað það er gaman að vera í útlöndum, sem minnir mig einmitt á það: Mig langar að fara aftur til útlanda :) Sjibbý kóla.
Núna er ég hins vegar komin í neyslumenninguna þar sem ég neyðist til að eyða tíma mínum og peningum í eitthvað annað en að vera í útlöndum. Búin að fara í Ikea og núna langar mig alveg hrikalega í nýjan sófa og sjónvarpsborð. Svo er það bíllinn sem verður kannski bráðum fjárfest í, hann kostar sitt. Bónus heldur áfram að sjúga frá manni seðlana (eða kannski í mínu tilfelli að hita kortið...) En svona er þetta víst, okkar blessaða Ísland. Hér kostar allt peninga, marga peninga. Kaupa þetta kaupa hitt. Það er samt agalega gott að vera komin heim og hafa loksins möguleika á að kaupa alla þessa hluti :)

Engin ummæli: