mánudagur, júní 27, 2005

Það er skítaveður úti. Ég er ekki alveg að fíla þetta veðurfar hérna. Mér finnst eins og sumarið sé búið hérna á eyjunni. Ég hálf skammaðist mín þegar ég fór í vetrarúlpu í vinnuna í morgun. Ég sá nú samt engan veginn eftir því vegna þess að það var alger fyristingur úti. Þá er ég sko ekki að meina að það hafi verið frost. Frekar svona að það hafi verið ofboðslega kalt og ég hristist pínu þegar ég var að bíða eftir strætó, af því að mér var svo kalt. Síðan rigndi mig næstum niður þegar ég kom út úr stætó og ég fagnaði þeirri ákvörðun minni að hafa farið í vatnshelda úlpu.
Mér reiknast til að það hafi verið 2 mjög góður dagur í júní. Það er nú ekki mikið. Kannski er ég bara að gleyma, en mér finnst eins og að það hafi verið gott veður einn mánudag þarna um daginn. Þá fór ég einmitt í sund með Hörpu og Leó og það var TROÐIÐ í sundi. Hinn dagurinn var auðvitað 17. júní. Sennilegast besti 17. júní frá því að Lýðveldið Ísland var stofnað og pottþétt sá besti sem ég hef upplifað.
Ef að það hafa verið fleiri góðir dagar í júní þá hef ég örugglega verið að vinna þá daga og síðan hefur verið komið ekki svo gott veður þegar ég er búin að vinna og er tilbúin að njóta góða veðrisins. Svo má nú ekki gleyma því að mér finnst gott að vera í 30 - 40° hita svo að það er kannski ekkert að marka þegar ég kvarta yfir ekki góðu veðri.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tsss Jóna .. það voru nú aðeins fleiri en bara 2 dagar - en við vorum nottla vinnandi og svo þegar maður komst loksins heim, var sólin eiginlega alltaf farin - en ekki alltaf :D

-Sigrún-