sunnudagur, október 31, 2004

Helgin

Þessa helgina fór ég í Sumarbústað 2004.
Við lögðum af stað rétt eftir sex og brunuðum beint upp í Munaðarnes og beint í pottinum. Bjórinn var teigaður, nammi namm.
Þegar við vöknuðum daginn eftir fengum við okkur morgunmat og síðan beint í pottinn. Við fórum sem sagt í pottinn á hádegi og fengum okkur bjór. Nammi namm.
Stelpurnar komu svo um klukkan átta og þá fengum við okkur meiri bjór. Potturinn var samt ekki eins vinsæll og oft áður en hann var samt indæll.
Hilda þurfti að fara snemma heim til að tala í útvarpið svo að hún, Kamilla og Ólöf fóru heim snemma í morgun. Við hin sváfum lengur og fórum heim á hádegi.

Æji, ég er engan veginn góður penni núna. Þið verðið bara að afsaka.
Ég er að reyna að halda úti bloggsíðu hérna... Ég er að reyna! Það er bara alltaf svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki tíma til að skrifa eitthvað skemmtilegt á síðuna.

Annars er ég að fara til London á næsta miðvikudag. Jibbý. Við Gunnar ætlum aðeins að skreppa til útlanda. Við förum rétt aðeins til Dublin verðum rúman hálfan sólahring í borginni, nóg til að fá sér Guinnes og labba um nokkrar götur :)
Síðan er það bara LONDON BEIBÍ. Skoða skoða skoða, versla versla versla. Annars ætlum við líka að reyna að slappa aðeins af, fara í leikhús og bíó eða eitthvað skemmtó.

Jæja, reyni að skrifa eitthvað þegar ég kem heim frá London.

Túdlí dú

Engin ummæli: