Fór að sjá móngólska heimildarmynd í gær. Framleiðendur myndarinnar eru þau Byambasuren Davaa og Luigi Falorni.
Mjög fróðleg mynd, gaman að sjá myndir sem gerast í öðrum heimsálfum. Það sem ég tók námskeið í sjónrænni mannfræði í vor þá voru akademísku sellurnar alveg á fullu og ég var að greina myndina allan tímann. Hafði mínar hugmyndir um gildi myndarinnar sem heimild og velti því fyrir mér hversu miklu hefði verið breytt í þágu myndavélarinnar.
Kameldýr eru nú alveg krúttleg þrátt fyrir að þau séu stór og klunnaleg. Þau hafa vís alveg tilfiningar eins og við hin...
Eftir að hafa séð allnokkrar heimildarmyndir á Nordisk Panorama þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig myndirnar sem ég sá eru í samanburði við myndir Mikael Moore. Myndirnar sem ég sá voru talsvert öðruvísi en þær sem Moore gerir. Greinilegt er að opið form er hitt í heimildamyndinaheiminum (annars staðar en hjá M.). Áhorfandinn hefur möguleika á að móta sér sína eigin skoðun um efnið og heimildagerðamaðurinn reynir ekki að beina áhorfandanum á ákveðnar brautir. Æi, nenni ekki að ræða þetta frekar. Moore tekur afstöðu og leifir áhirfendum sínum ekki að móta sér sína skoðun í friði. Hann notar form sem er að mínu mati ekki endilega það besta sem til er. Punktur og basta...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli