föstudagur, nóvember 07, 2003

Fyrirlestur með Sir David Attenborough í gærkvöldi. Við Gunnar vorum komin svona 10 í átta. Viti menn, geðveikt mikið af fólki, örugglega svona milli 3 400 manns á undan okkur í röð. Díses. Jæja, létum okkur hafa það og biðum í smá stund áður en húsið opnaði og röðin fór að hreyfast. Þegar við komum inn þá var salurinn alveg orðinn fullur og við gátum ekki verið þar, en við vorum svo heppin að ná í einn stól sem við skiptumst á að nota. Fyrirlestrinum var varpað á tjald. Gæðin voru ekki góð. Asnalegt að sjá fyrirlestur sem er sýndur á tjaldi í gegnum annað tjald. Lélegt hljóð. Fórum eftir hálftíma.

Engin ummæli: