Jæja, þá er maður bara kominn heim úr sumarbústað. Mjög skemmtileg helgi þar sem farið var í heitan pott, sí bíltúr og veiðiferð. PJ Harvey fór í torfærur þegar við keyrðum inn í Hítardal, gerðumst meira að segja svo kræf að láta bílinn fara yfir óbrúaða á á leiðinni þangað inn eftir.
Svo má ekki gleyma álverinu sem gengdi stóru hlutverki í eldamennsku ferðarinnar og langar okkur að þakka framsóknarmönnum fyrir það framlag. Litlu lömbin sem við sáum voru alveg algerar dúllur og svo sáum við líka falleg folöld.
Mikið chillað í pottinum og verlaunahafi bongkepni þessarar ferðar er Villi, sem afrekaði að drekka allan bjórinn og froðuna með.
Valli, Hildur og Fannar litli komu í heimsókn á sunnudaginn og fengu smá kaffi með okkur þar sem Gunnar bakari bakaði nokkrar vöflur. Takk fyrir það.
Söknuðum Hildu, Ólafar og Sigga alveg svakalega mikið